Snjósleðaferð á Langjökli

Availability

Timabundið

Type

Half-Day Tour

Duration

4 klst.

Time

12:00

Price from

29000 ISK

Difficulty

Auðvelt

Snjósleðaferð á Langjökli sama ferð og Meet us at Gullfoss

Brottfarastaður ferð eftir aðstæðum á vegum og veðri, en þeir eru Geldingafell – við malbiksenda  – frá Gullfoss. Tölvupóstur verður sendur út til að staðfest brottfarastað með hið minnsta dags fyrirvara, ef aðstæður breytast snögglega og þörf er að breyta um stað munum við hafa samband samdægurs með tölvupósti eða símleiðis.

Í Geldingafelli við Bláfellsháls er stór og rúmgóð starfsstöð sem gefur nóg pláss til að athafna sig og allt gert klárt fyrir ferðina. Þegar við erum kominn í gallann förum við út með leiðsögumanninum okkar og förum yfir helstu öryggisatriði og leiðbeiningar um hvernig á að keyra og athafna sig á snjósleðanum. Eftir það erum við tilbúinn að þeysast af stað á snjóbreiðunni.

Vélsleðaferðin sjálf er ca. klukkutími með stoppum og leiðarvalið er vandlega yfirfarið af leiðsagnarfólkinu á hverjum degi til að hámarka upplifunina.  Auðvitað stoppum við aðeins til að taka myndir, kasta mæðinni og njóta kyrrðarinnar og landslagsins.

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð. Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

What's Included

Í skálanum er eftirfarandi búnaður sem hver og einn getur nýtt sér í vélsleðaferðinni.  Hjálmar – Buff – Handskar – Hlífð skór – Vetrarsamfestingur og ef þess þarf þá eru einnig regn jakkar og buxur á staðnum

Mountaineers Equipment Provid

What to bring

Gott er að klæða sig í lögum og eftir veðrir, einnig er gott að vera í gönguskóm. Við sköffum heilgalla á meðan vélsleðaferðin stendur yfir, þeir eru í mörgum stærðum og hægt að fara í þá yfir þau hlífðarföt sem komið er í til okkar. Einnig er gott að hafa með sér vatn að drekka og jafnvel eitthvað snarl.

Itinerary

Geldingafell – Starfsstöð okkar við rætur Langjökuls. Keyrt upp veg 35 og beygt til vinstri af þeim vegi þegar komið er undir Bláfellið.

Snjósleðaferð um Langjökull – Klukkutíma snjósleðaferð um íslenska hálendið.

Geldingafell – Eftir ferðinni förum við aftur á upphafspunkt.

Meeting points

Brottfarastaður Gullfoss, efra bílaplani.

Map route

Please note

  • Þessi ferð er keyrð í íslenska hálendinu þar sem aðstæður geta oft verið fjölbreyttar. Við áskiljum okkur rétt til að breyta leiðarvali og ferðadagskrá eftir veður og vindum.
  • Gert er ráð fyrir því að tveir og tveir séu saman á snjósleða. Ef þú vilt vera einn á sleða þá er hægt að bóka það í kaupferlinu.
  • Við mælum ekki með að óléttar konur eða einstaklingar sem eiga við þrálát bakmeiðsli taki þátt í þessum ferðum.
  • Matur og drykkir eru ekki innifalin í verðinu.

Book this Tour Now

Do you need help booking this tour?

Do you have any questions?

Other experiencies you may like

d08c9452-3e96-48c1-91cc-71f2fd3de7ee.jpg

Golden Circle & Snowmobiling

Departs from Reykjavík

Reykjavík Excursions

From 32000 ISK

Northern Lights

Northern Lights Hunt & Super Jeep Tour

Departs from Reykjavík

Aurora Borealis

From 29900 ISK

Golden Circle13

Golden Circle & Glacier

Departs from Reykjavík

Reykjavík Sightseeing

From 36500 ISK

10v2 (1)

Glacier Snowmobile & Secret Lagoon

Departs from Reykjavík

Hot & Cool

From 50000 ISK

2 snowmobiles on a glacier

Reykjavik Snowmobile Tour

Departs from Reykjavík

Pickup in Reykjavik

From 41000 ISK

Snowmobile ready

Meet us at Gullfoss Snowmobile tour

Departs from Gullfoss

Our most popular tour

From 29000 ISK