Að nýta Ferðagjöf hjá Mountaineers

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Við hjá Mountaineers of Iceland tökum á móti Ferðagjöf og bjóðum ferðir okkar á veglegum afslætti til þess að hvetja fólk til þess að ferðast innanlands.

Allir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs (Covid-19) og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið.

 

Hvar nálgast ég ferðagjöfina mína?

Fyrst þarf að sækja Ferðagjöfina með innskráningu á island.is.  Til að nýta gjöfina er síðan smáforritið Ferðagjöf sótt í App Store eða Play Store og kóði undir strikamerki nýttur við bókun á ferðum. Einnig er hægt að nýta Ferðagjöfina beint inni á Ísland.is fyrir þá sem ekki eru með snjallsíma. Þá þarf að hafa samband við okkur í tölvupósti og við aðstoðum þig við að klára bókun.

 

Hvernig nýti ég ferðgjöfina mína hjá Mountaineers of Iceland?

Þú einfaldlega velur þá ferð á, vefnum okkar mountaineers.is, sem þú hefur áhuga á að taka þátt í. Þá velur þú fjölda farþega og dagsetningu.

Mountaineers Booking

Þegar allt hefur verið valið eftir þínum óskum velur þú „Checkout“

Checkout

Sé afsláttur í boði á þeirri ferð sem þú hefur valið þá slærð þú inn „Promo Code“ og smellir á „Apply“.

Enter Promo Code

 

Til þess að nýta svo Ferðagjöfina smellir þú á Gift Card.

Í Reitnum „Enter gift card code“ þarf að setja inn kóða sem fæst í smáforritinu Ferðagjöf. Í smáforritinu smellir þú á nýta gjöf og þá kemur upp strikamerki. Undir strikamerkinu er númer sem þú slærð inn í reitinn „Enter gift card code“ á vefnum okkar.

Enter Gift Card

 

Eftirstöðvar, ef einhverjar eru, er hægt að greiða með greiðslukorti þegar haldið er áfram með bókunarferlið.

 

Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur í sumar og hvetjum alla til þess að nýta Ferðagjöfina sína og styðja íslenska ferðaþjónustu.

 

Other interesting things

Clean and Safe

Hreint & Öruggt – Clean & Safe

  Við hjá Mountaineers of Iceland tökum þá í verkefninu Hreint og öruggt á vegum…

Read more
Standing on a glacier

Iceland’s Main Glaciers

Iceland got its name from all the ice in and around the country at the…

Read more

Don’t Enjoy Rush Hour?

Mountaineers of Iceland operates the largest snowmobile fleet in the country. Generally, most clients join…

Read more