Að nýta Ferðagjöf hjá Mountaineers

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Við hjá Mountaineers of Iceland tökum á móti Ferðagjöf og bjóðum ferðir okkar á veglegum afslætti til þess að hvetja fólk til þess að ferðast innanlands.

Allir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs (Covid-19) og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið.

 

Hvar nálgast ég ferðagjöfina mína?

Fyrst þarf að sækja Ferðagjöfina með innskráningu á island.is.  Til að nýta gjöfina er síðan smáforritið Ferðagjöf sótt í App Store eða Play Store og kóði undir strikamerki nýttur við bókun á ferðum. Einnig er hægt að nýta Ferðagjöfina beint inni á Ísland.is fyrir þá sem ekki eru með snjallsíma. Þá þarf að hafa samband við okkur í tölvupósti og við aðstoðum þig við að klára bókun.

 

Hvernig nýti ég ferðgjöfina mína hjá Mountaineers of Iceland?

Þú einfaldlega velur þá ferð á, vefnum okkar mountaineers.is, sem þú hefur áhuga á að taka þátt í. Þá velur þú fjölda farþega og dagsetningu.

Mountaineers Booking

Þegar allt hefur verið valið eftir þínum óskum velur þú „Checkout“

Checkout

Sé afsláttur í boði á þeirri ferð sem þú hefur valið þá slærð þú inn „Promo Code“ og smellir á „Apply“.

Enter Promo Code

 

Til þess að nýta svo Ferðagjöfina smellir þú á Gift Card.

Í Reitnum „Enter gift card code“ þarf að setja inn kóða sem fæst í smáforritinu Ferðagjöf. Í smáforritinu smellir þú á nýta gjöf og þá kemur upp strikamerki. Undir strikamerkinu er númer sem þú slærð inn í reitinn „Enter gift card code“ á vefnum okkar.

Enter Gift Card

 

Eftirstöðvar, ef einhverjar eru, er hægt að greiða með greiðslukorti þegar haldið er áfram með bókunarferlið.

 

Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur í sumar og hvetjum alla til þess að nýta Ferðagjöfina sína og styðja íslenska ferðaþjónustu.

 

Other interesting things

Snowmobiles in a row

Why Snowmobiling on a Glacier Should be on Your Bucket List

When travelers think of visiting Iceland, the main agenda on the top of their list…

Read more

Gullfoss – Golden Falls

Being one of the highlights of the famous Golden Circle, it is undeniably the most…

Read more
Þingvellir

Fun facts about Iceland

Here are 10 Fun Facts About Iceland It‘s the safest country in the world. Iceland…

Read more

Varnir gegn smitsjúkdómum.

Íslenska

Okkur hjá Mountaineers of Iceland er mjög hugað að öryggi og heilsu starfsmanna og viðskiptavina okkar.  Það er okkur mjög mikilvægt að halda öllu hreinu hjá okkur.  Í einu og öllu förum við eftir hreinlætisplani sem er í öryggisáætlun okkar og tilmælum Landlæknis er varðar hreinlæti.

Þar af leiðandi höfum við gripið til þessa ráðstafanna vegna Covid-19 og annarra sambærilegra smitsjúkdóma:

- Áður en sest er upp í faratæki okkar þurfa allir að sótthreinsa á sér hendurnar. Einnig áður en komið er í starfsstöðvar okkar við Langjökul til að klæða sig í viðeigandi fatnað.
- Viðskiptavinir fá allir hrein buff (höfuðklúta) til þess að fyrirbyggja snertingu við hjálma.
- Við reynum eftir bestu getu að tryggja að það sé 2 metrar á milli viðskiptavina. Við biðjum einnig viðskiptavini okkar að virða 2 metra regluna.

Allir snertifletir eru þrifnir nokkrum sinnum á dag og einnig eru gallarnir og hjálmarnir spreyjaðir með hreinsiefni eftir notkun með efni sem heitir Virkon. Það er sótthreinsandi efni og drepur alla sýkla sem það kemst í snertingu við. Buffin og hanskarnir eru svo þrifin í lok dag og einungis notuð einu sinni á dag til að koma í veg fyrir smit.

Gestir/viðskiptavinir mega ekki koma í skála hjá okkur né skipulagðar ferðir ef þeir eru í sóttkví eða heimkomusmitgát. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku). Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. Eru með einkenni (Kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl)

Enska

We at Mountaineers of Iceland are very concerned about the safety and health of our employees and our customers. It is very important for us to keep everything clean. All in all, we follow a hygiene plan that is in our safety plan and the recommendation of the Medical Director of Health regarding hygiene.
As a result, we have taken these measures for Covid-19 and other comparable infectious diseases:

- Before settling into our vehicles, everyone needs to disinfect their hands. Also before coming to our local offices at Langjökull to dress in appropriate clothing.
- Customers are all given a clean buff (headscarf) to prevent helmet contact.
- We try our best to ensure that it is 2 meters between customers. We also ask our clients to respect the 2-meter rule.

All contact surfaces are cleaned several times a day and also the overalls and helmets are sprayed with detergent after use with a substance called Virkon. It is an antiseptic and kills any germs it comes into contact with. The scarves and gloves are then cleaned at the end of the day and used only once a day to prevent infection.

Visitors are not allowed in our mountain huts or on our organized tours if they are in quarantine or taking special precautions after border screening. Are in isolation (also while waiting for results). Have undergone quarantine for COVID-19 with less than 14 days from discharge. Have flue like symptoms (colds, cough, fever, head ace, bone ace, fatigue, abdominal pain, diarrhea etc).